-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Hér gefur að líta hinar ólíku, undarlegu og litríku persónur í ævintýrum Freyjuheims. Smellið endilega á myndina hér fyrir ofan til að sjá hvað á daga þeirra hefur drifið.
MeiraGómsætu Ríseggin frá Freyju eru ljúffeng blanda af súkkulaði og brakandi rískurli. Kanntu vel við Freyju Rís? Þá áttu eftir að elska Ríseggin okkar.
Girnilegu Draumaeggin frá Freyju eru stórmerkileg blanda af súkkulaði og safaríkum lakkrís. Líkar þér vel við Freyju Draum? Þá áttu eftir að elska Draumaeggin okkar.
Hér hittir Freyja, nýlent eftir ískyggilegt fall í gegnum dularfullt víddarhlið, Skotta í fyrsta skipti. Örskömmu síðar fór fallhlífarstökk Huppu og Ögmundar andar hrikalega úrskeiðis, með þeim afleiðingum að þau brotlentu í hávöxnu Gúmmíhlaupstré. Freyja og Skotti gerðu með sér mikilvægan samning: Hann myndi bjarga Huppu úr trénu, og í staðinn myndi Freyja fylgja honum í hættulega fjársjóðsleit!
Þessi staður hefur einnig verið kenndur við „Flóttann úr frumskóginum“ en í þessu villta og þétta laufskrúði hittu hetjurnar okkar Míu refastelpu í fyrsta skipti. Þau rammvilltust líka, fundu risastóran gulllykil, og sluppu naumlega frá árásargjarnri risaeðlu.
Hér stjórnar Risakanínan Bastían töluvert smávaxnari undirmönnum (eða undirkanínum) sínum. Hér er unnið af krafti við að rækta Djúpur í jörðinni, vökva þær og hlúa að þeim, taka þær síðan upp þegar þær hafa þroskast, og senda þær áleiðis til leynilegs Nammihliðs herra Sælgætíusar. Hér kynntust hetjurnar okkar Bastían, og hann benti þeim á að ferðast að Svartafjalli til að fá svör við spurningum sínum.
Hér opinberaði hin ákaflega skuggalegi en þó umfram allt vitri og vinalegi Faraó ýmis af leyndarmálum Freyjuheims fyrir hetjunum okkar. Hann sagði þeim meðal annars frá að Freyjuheimur og Mannheimar hefðu átt samskipti í þúsundir ára, frá leynilegu Nammihliði herra Sælgætíusar, og að dýrin í Mannheimum hafi upprunalega komið úr Freyjuheimi, gengið á tveimur fótum, og getað talað.
Samíra er drottningin í hinu sólríka eyðimerkurríki Sandala. Hún er stolt, hún er eldklár, og hún fer hvergi án lífvarðarins og sverðtígursins síns, sem gætir hennar af stakri grimmd. Hún kemur líka upprunalega úr Mannheimum, þar sem hún var ósköp venjulegur svartur heimilisköttur en ekki tignarleg talandi læða. En það er önnur saga.
Í hinum frosnu auðnum Kremjökuls fundu hetjurnar okkar risavaxið Gullegg með hjálp risavaxins Gulllykils, uppátækjasams íkorna, og síðast en ekki síst apa. Huppa fór á snjóbretti, og almenn gleði var við völd þar til risastór hrægammur hrifsaði eggið burt og skildi hetjurnar okkar eftir allslausar og í öngum sínum.